Algengar spurningar

Ertu með spurningar?
Við höfum svörin.

Hér finnurðu algengar spurningar og svör um Valo innrivefinn.

Af hverju notum við ekki bara SharePoint án viðbóta?

Ef þú setur upp SharePoint án viðbóta þarftu að finna út úr heildarhugmyndinni á bak við innrivefinn þinn og útfæra hann í SharePoint umhverfið þitt. Hvort sem þú sérsníðir SharePoint eða ekki, tekur útfærsla á innrivef langan tíma og krefst sérþekkingar, bæði hugmyndarlega og tæknilega. Valo er tilbúin lausn, og hugmyndin á bakvið vefinn er byggð á reynslunni sem fylgir þróun á hundruðum útfærslna sem við höfum gert á innrivefum. Með Valo geta notendur hafist handa strax.

Af hverju notum við ekki Yammer sem innrivef?

Vegna vaxandi vinsælda Yammer er skiljanlegt að einhverjir vilji prófa það sem innrivefslausn. Vandamálið við Yammer er, að það er spjallborð. Samskipti innan fyrirtækja þurfa almennt að vera sýnileg öllum notendum. Yammer er með tilkynningar sem hægt er að bæta virkni við að einhverju leiti, en hvað með að birta viðburði og þjálfun. Leitin í Yammer er alræmd fyrir að vera léleg. Svo ekki sé talað um ECM möguleikarnir. Í okkar sýn spilar Yammer stórt hlutverk sem innravefstól, en ekki sem innravefslausn.

Er Valo innrivefurinn fáanlegur í mínu landi?

Valo innrivefurinn er fáanlegur alls staðar. Fyrir staðbundna aðstoð eru samstarfsaðilar okkar þér innan handar. Skoðaðu listann af samstarfsaðilum Valo.

Hvaða útgáfa af Office 365 er nauðsynleg? Er Azure nauðsynlegt?

Valo innrivefur í Office 365 þarfnast virkrar SharePoint Online áskriftar.  Allir notendur sem hafa aðgang að SharePoint Online þurfa að hafa úthlutaða Office 365 áskriftaleið (E1-E5, K1)

SharePoint Online Plan 1 og 2 virka líka, en hafið í huga að auk SharePoint Online, þarf að hafa Office 365 video, Delve og Yammer til að fá allt það sem Valo hefur upp á að bjóða.

Valo innrivefurinn er byggður upp í kringum viðmið frá Microsoft fyrir sjálfbærar skýjalausnir sem einnig standast tímans tönn. SharePoint viðbótakerfið sér til þess að allur kóði sem Valo innrivefurinn keyrir er staðsettur utan SharePoint – í vafranum eða í Azure App þjónustunni.

Virkar Valo innrivefurinn með SharePoint "on-premises"?

Já. Valo innrivefurinn er fullkomlega samrýmanlegur við SharePoint 2013 og 2016. Ákveðnir hlutir í Valo innrivefnum, t.d. Yammer, Delve bloggin og Office 365 video eiga bara við skýjalausnir og krefjast Office 365 áskriftar.

Ef ég er að nota Office 365, hvaða íhlutir eru notaðir í Valo innrivefnum?

Valo innrivefurinn er byggður á SharePoint, en er ekki takmarkaður við virknina sem SharePoint online býður upp á. Markmið okkar er að nýta alla möguleikana sem Microsoft skýjalausnirnar bjóða uppá og koma þeim til notenda á notendavænan hátt. Yammer, Office 365 video, Delve, Skype for business og OneDrive for business eru nú þegar mikilvægir hlutar af Valo innrivefnum. Í náinni framtíð verða Office 365 Groups og Planner einnig innlimaðir í Valo innrivefinn.

Hvernig virkar leyfiskerfið?

Þar sem leyfiskerfi Valo innrivefsins er samsett úr mismunandi einingum, þá er aðeins greitt fyrir þær einingar sem þú þarft. Leyfiskaupin eru framkvæmd einu sinni og veita ótímabundinn aðgang fyrir einn Office 365 tenant reikning eða einn SharePoint “on-premises” miðlara.
Núverandi einingar og viðbætur eru: Innrivefurinn, vinnusvæði, samfélagsmiðstöðin, myndbönd, símaskráin, Delve bloggin og kerfisstjóra tólin.
Valo Fresh áskriftin veitir þér aðgang að framtíðarútgáfum og notkunarrétt að Valo snjallsímaforritinu.

Er hægt að prófa Valo innrivefinn áður en hann er keyptur?

Já. 30 daga prufa er í boði. Hafðu samband fyrir meiri upplýsingar.

Hvernig fæ ég uppfærslur af Valo innrivefnum.

Valo vöruteymið gefur út nýja útgáfu á 3 mánaða fresti. Valo Fresh áskriftin veitir notendum aðgang og notkunarrétt á allar nýja útgáfur á meðan á áskriftinni stendur. Notkunarréttur á Valo innravefs snjallsímaforritið er einnig innifalinn í Valo Fresh áskriftinni.

Er eitthvað uppsetningargjald eða annar viðbótarkostnaður?

Valo innrivefurinn er tilbúin lausn, þannig að í flestum tilfellum er engin þörf á kostnaðarsömu hefðbundnu innrivefsverkefni. Hins vegar veltur það á ykkar kunnáttu hvort það sé þörf á aðstoð með uppsetningu, útlitshönnun og gagnaflutning frá samstarfsaðila okkar á svæðinu. Í stærri fyrirtækjum getur líka verið þörf á aðstoð með skipulag á gögnum, stjórnskipulag, innleiðingu og almenna verkefnastjórnun.

Get ég sérsniðið Valo innrivefinn að mínum þörfum?

Já. Eftir uppsetningu virkar Valo innrivefurinn eins og hvert annað SharePoint umhverfi. Þú getur bætt við vefpörtum, búið til nýjar lausnir o.s.frv. Ef þú vilt bæta við virkni í Valo íhluti á síðunni, þá er það einnig mögulegt.

Hvað tekur langan tíma að koma Valo innrivefnum í loftið?

Valo innrivefurinn fer í loftið á viku.  Innifalið í því er uppsetning og grunnútlitshönnun. Ef þú ert með stórt fyrirtæki ættirðu að taka frá 2 mánuði í þetta verkefni til að hafa nægan tíma til að skipuleggja öll viðeigandi námskeið.

Get ég notað Valo innrivefinn á síma og spjaldtölvu?

Já. Allt notendaviðmót á Valo innrivefnum er samsvarandi að skjástærð tækisins sem verið er að nota hverju sinni. Þar að auki verða gefin út snjallsímaforrit fyrir Android og iOS á næstunni.

Liggur framtíðarsýn innrivefsins fyrir?

Já. Í framtíðarútgáfum af Valo innrivefnum verður uppfærð framtíðarsýn sýnileg öllum viðskiptavinum í mánaðarlegum “Hvað er nýtt í Valo innrivefnum” vefnámskeiðum.

Hver er hinn dæmigerði Valo innrivefs viðskiptavinur?

Fleiri en 250 fyrirtæki eru  nú þegar að nota Valo innrivefinn daglega. Kúnnahópur Valo innrivefsins inniheldur viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum.

Hver er saga Valo innrivefsins?

Blue Meteorite (fyrirtækið á bakvið Valo innrivefinn) á sér langa sögu í þróun SharePoint innrivefja. Þróun á innrivef frá grunni er gríðarlega tímafrekt og kostnaðarsamt. Þrátt fyrir það eru flestir innrivefir eins þegar á botninn er hvolft.

Með tímanum urðum við þreytt á að vera að ítrekað að finna upp hjólið og fyrsta útgáfan af Valo innrivefnum leit dasgins ljós árið 2011. Í dag er Valo innrivefurinn í sinni þriðju stóru útgáfu.

Hver er á bakvið Valo innrivefinn?

Valo innravefsteymið er 18 manns með fullkomna áherslu á þróun innrivefsins, markaðssetningu og uppbygging á tengslum við samstarfsaðila.

Blue Meteorite var stofnað í Finnlandi árið 2002. Frá byrjun hefur áherslan verið á Microsoft lausnir. Blue Meteorite eru með reyndustu Office 365 og SharePoint samstarfsaðilum í Evrópu. Í dag starfa meira en 100 manns hjá okkur. Blue Meteorite er í eigu starfsfólksins og Fujitsu.

Bóka sýnikennslu!

Viltu vita meira? Það væri okkar ánægja að skipuleggja ókeypis sýnikennslu með þér. Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Við geymum upplýsingar þínar öruggar. Lestu meira af persónuverndarstefnu okkar.

Bóka sýnikennslu