Eiginleikar

Við viljum að innrivefurinn sé auðveldur í notkun, hraður í uppsetningu og líti vel út. Það er það sem skiptir máli.

valo-cloud

Skýjalausn

Valo er fullkomlega samstillt við viðmið fyrir skýjalausnir frá Microsoft. Það þýðir að allt sem er sérsniðið er einangrað út fyrir SharePoint. Þetta gerir vefinn skilvirkari, auðveldari í viðhaldi og móttækilegan fyrir framtíðarþróun. Valo styður einnig SharePoint “on premises” 2013 og 2016.

 

Annars konar notendaviðmót

Veldu úr þremur mismunandi viðmótsframsetningum: Candela, Lumen eða Lux. Hvert og eitt er fullkomlega samsvarandi að skjástærð (responsive) og samhæfist útliti fyrirtækisins án kóðunarþekkingu.

valo-lux-ui

valo-responsive

 

Samsvarandi (responsive) innravefshönnun

Notaðu innrivefinn í símanum, spjaldtölvu eða á  borðtölvu. Framsetningin aðlagar sig sjálfvirkt að stærð skjásins.

 

Snjallsímaforrit

Fáðu tilkynningar um mikilvægar fréttir hvar sem er og hvenær sm er með Valo appinu fyrir iPhone og Android. Ferðafær efnissköpun og notendavæn eyðublöð.

 valo-mobile-app

 valo-admin-toolpack

 

Tólasett kerfisstjóra

Finndu öll tól og allar greiningar á einum stað: Vinsælustu innravefssíðurnar, óvinsælustu innravefssíðurnar, vinsælustu vinnusvæðin, vinnusvæðisbeiðnir í vinnslu o.fl.

 

Fréttir

Láttu efniseigendur um birtingu frétta með þægilegum fréttabirtingatólum Valo. Dragðu og slepptu fréttamyndum, flokkaðu fréttir eftir deild eða staðsetningu og virkjaðu notendur með athugasemdum og “Like”.

valo-blogs

valo-events

 

Viðburðir

Þökk sé viðburðayfirsýninni í Valo geta allir fylgst með komandi námskeiðum og ráðstefnum. Viðburðir eru skráðir miðlægt og hægt er að birta þá hvar sem er á innrivefnum með aðstoð lýsigagna. Starfsmenn geta skráð sig á viðburði og afritað viðburði í dagatölin sín.

Upplýsingaarkitektúr

Með Valo fylgir staðlaður upplýsingaarkitektúr þar sem við höfum safnað saman bestu vinnureglunum úr hundruðum af okkar innravefsverkefnum. Það gerir auðveldara að hefja framleiðslu á efni.

 valo-architecture

 valo-authoring

 

Efnisskrif

Efnisskrif verða að vera eins auðveld og hægt er. Valo fylgja einföld síðusniðmát sem eru vel útbúin þannig að efnisframleiðendur geti einbeitt sér að efninu frá byrjun.

Laus störf

Staðlað tólasett til að hafa umsjón með störfum sem á að fylla og nýráðningum.

valo-open-positions

 valo-faq

 

Algengar spurningar

Bjóddu upp á algengar spurningar og svör á innrivefnum með síðu af algengum spurningum. Síðan inniheldur dýnamískt notendavænt viðmót með spurningaflokkum. Þú getur búið til spurningasíður fyrir hverja deild fyrir sig.

 

Nýjasta myndbandið

Taktu upp þjálfunarfundi og kynningar á video, hladdu þeim inn á video portal hjá Office 365 og hafðu þau sýnileg á innrivefnum undir “Nýjasta myndbandið”.

valo-latest-video

 valo-footer

Fótur

Taktu saman algengustu leitirnar á vefnum og bættu þeim við í fót síðunnar til að auðvelda aðgengið.

 

Könnun

Taktu púlsinn í fyrirtækinu með því að birta stuttar kannanir á innrivefnum og vinna svo úr niðurstöðunum.

valo-survey

valo-people-finder

Starfsmannaleitin

Starfsmannaleitin á forsíðunni hjálpar þér að finna vinnufélagana á methraða.

 

Blogg

Hvettu samstarfsfélaga til að deila sínum skoðunum á blogginu frá Delve og birtu það á bloggsvæðinu á Valo.

valo-blogs

valo-social-hub

 

Samfélagssvæðið

Fylgstu með fyrirtækinu þínu á samfélagsmiðlum á einni síðu innan innrivefsins.

 

Hnökralaus Yammer samþætting

Yammer spilar stórt hlutverk sem samfélagseining á Valo innrivefnum án þess að notendur taki eftir því að þeir séu að nota tvær mismunandi þjónustur í bakgrunninum. Yammer tilkynningar og hrós eru einnig birt sem nátturulegur partur af innrivefnum.

 valo-yammer

valo-flea-market

Smáauglýsingar / sölutorg

Bættu ánægju stafrsmanna með því að útvega innanhúsmarkað þar sem notendur geta selt, keypt og gefið hluti.

 

Blogg nýrra starfsmanna

Útvegaðu nýjum starfsmönnum tæki til að kynna sig.

valo-blogs

valo-workspaces

 

Vinnusvæðasniðmát

Byrjaðu hagræðinguna strax með vinnusvæðasniðamátum fyrir teymi og verkefni.

 

Vinnusvæðamiðstöðin

Valo inniheldur yfirlitssíðu fyrir vinnusvæðin með lýsigagnasíum og leit sem hjálpar þér að finna þín vinnusvæði. Vinnusvæðin eru hópuð eftir tegund og eftir innri stöðu.

valo-workspaces

valo-workspaces

Lífshlaup vinnusvæða

Þægileg meðhöndlun og sköpun á nýjum vinnusvæðum, ásamt óvirkjun á gömlum. Innifalið er vinnusvæðaeyðublað, sjálfvirk vinnusvæðasköpun og réttindastillingar, Yammer samþætting og óvirkjun vinnusvæða.

Bókaðu ókeypis sýnikennslu!

Eruð þið tilbúin til að hrista upp í innanhússamskiptunum? Já! Það væri okkar ánægja að skipuleggja kynningu með ykkur. Fylltu inn eyðublaðið hér að neðan og við höfum samband innan skamms.

Við geymum upplýsingar þínar öruggar. Lestu meira af persónuverndarstefnu okkar.

Bóka sýnikennslu