Kostir

Verum hreinskilin – flestir starfsmenn þola ekki núverandi innrivef

Fólk á bágt með að finna nokkurn hlut í upplýsingavölundarhúsi fyrirtækisins, efnið er úrelt, leitin virkar ekki, upplifun notenda er hræðileg og innrivefurinn virkar ekki á farsíma.

Hljómar þetta kunnuglega?

Þetta þarf ekki að vera svona.

Bóka sýnikennslu

Valo innrivefurinn er inngangurinn að stafrænum vinnustað

Valo er meira en bara tól – það hjálpar við uppbyggingu á félagsmiðuðum fyrirtækjakúltúr sem styður við bakið á starfsfólki í daglegu amstri. Það heldur notendum ánægðum með vel hannaðri notenda upplifun og virkar á öllum tækjum.

Og þú getur byrjað að nota það strax, ekki eftir rándýra 6 mánaða innleiðingu.

Vefurinn er miðstöð allra samskipta og samvinnu í fyrirtækinu þínu.

Valo innrivefurinn sameinar allt: fyrirtækjafréttir, viðburði, ábendingar og upplýsingar um vörur, þjónustur og ferla – það er allt til staðar.

Skoða möguleika

Vinnið saman og vafrið um á auðveldan máta

Finndu réttu manneskjuna með starfsmannaleitarvélinni og eigðu auðveld samskipti á samfélagsþráðum – án þess að innhólfið fyllist. Vafraðu auðveldlega á vinnusvæði og skjöl sem tengjast þér. Það sem betra er, þú getur auðveldega unnið á móti utanaðkomandi notendum líka.

Komdu þínum skilaboðum á framfæri með bloggi og myndböndum

Ef þú vilt virkilega láta til þín taka, notaðu nýjungar á við fastar fréttir, blogg og video til að koma þínum skilaboðum á framfæri. Valo innrivefurinn kemur þeim til notenda.

Hjálpaðu starfsfólkinu að hámarka afköstin

Þegar allt kemur til alls, snúast viðskipti um fólk. Valo innrivefurinn fylgir starfsfólkinu hvert og hvenær sem það fer. Búðu þig undir, hreyfanlegt, samfélagsmiðað og markvisst vinnuumhverfi!

sharepoint

Tilbúnir innrivefir fyrir SharePoint eru ný þróun

SharePoint er líklega vinsælasta innravefskerfi í heimi, en þversögnin er að það er í raun enginn “innrivefur” í SharePoint. Þess í stað skapar SharePoint frábærar undirstöður fyrir útfærslu á innrivef. Ef eitthvað vantar þá er alltaf hægt að bæta við SharePoint eftir þörfum.

Með tilbúnum innrivef eins og Valo færðu alla innrivefskostina sem vantar, umbætur á notagildi og bestu vinnureglur beint til notenda. Valo innrivefurinn er byggður á SharePoint en lítur ekkert út eins og SharePoint. Hann er með frábæra notendaupplifun og útlitið er sniðið að þínum útlitskröfum.

Tæknilega sterkur – síðasti innrivefur sem þú munt þurfa

Nú þarf ekki lengur að skipta reglulega út gamla intranetinu fyrir nýja. Valo innrivefurinn er sveigjanleg lausn í umrótarheimi.

Byggður fyrir Office 365 og SharePoint

Þú getur gleymt hægum gagnaflutingum og færslu á efni frá einni úreltri SharePoint útgáfu yfir á aðra. Valo er fullkomlega samhæft við Office 365 og styður “on premise” SharePoint 2013 og 2016. Valo Fresh áskriftin heldur innranetinu þínu uppfærðu. Hugarró í þjónustuformi.

Þú getur ekki skemmt það

Þú getur notað Valo án þess að óttast uppfærslur. Valo er byggður á nýjustu fyrirmælum fyrir SharePoint-viðbætur frá Microsoft sem þýðir að allur kóði keyrist utan SharePoint. Við notum engar sérsniðnar “master” síður né SharePoint miðað XML. Þess í stað notum við biðlara og fjarúthlutunar tækni. Þar af leiðandi verður innrivefurinn þinn ávallt tilbúin fyrir nýjustu Office 365 uppfærslurnar.

Tilbúinn við afhendingu en samt þinn eigin

Valo innrivefurinn er tilbúin lausn, þannig að hann er tilbúinn til notkunar. Þú getur líka litið á hann sem byrjunarpakka fyrir innrivefinn þinn og vinnusvæði.

Gerðu hann að þínum

Eftir uppsetningu er þér frjálst að þróa þína lausn á þann hátt sem þú vilt – einnig með öðrum samstarfsaðilum – með innbyggðum SharePoint kostum eða með sérsniðnum lausnum.

Sveigjanleg og fljótleg uppsetning

Uppsetningarferlið er sveigjanlegt. Þú getur gert allt á þínum hraða og valið réttu tólin fyrir þína starfsmenn.

Sjá algengar spurningar

Valo Intranet Mobile

En hvernig? Settu saman innrivefinn sem hentar þínum þörfum!

Mismunandi fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna er Valo byggður upp úr mörgum samsettum einingum, sem hjálpar þér að búa til innrivef sem hentar þínu fyrirtæki. Að byggja upp þinn innrivef er jafn auðvelt og að panta samloku! Fylgdu skrefunum hér að neðan.

1. skref:

Ímyndaðu þér þína draumasamloku

Auðvelt ferli, skref fyrir skref, einungis með þeim hráefnum sem þú þarft.

valo-intranet sandwich

Veldu stærð samlokunnar

Heil samloka
Innrivefur og vinnusvæði

Hálf samloka
Innrivefur eða vinnusvæði

valo intranet fillings

Veldu álegg!

Veldu viðbætur:
Samfélagsmiðlayfirlit
Starfsmannaleit
Myndbönd
Delve blogg
Kerfisstjóratól

valo intranet bbq

Viltu hafa hana ristaða?

Útlit fyrirtækis þins

valo intranet drinks

Hvernig viltu fá hana senda?

Í skýinu (Office 365), on-premise (Sharepoint þjónn) eða blanda

valo intranet take away

Hvað segirðu um nýjar og ferskar samlokur á tveggja mánaða fresti?

Vertu áskrifandi að Valo Fresh áskriftinni

nbsp;

2. skref:

Borðaðu samlokuna!

Nú verður draumasamlokan þín að veruleika. Hvers konar hjálp þarftu við að borða hana?

nbsp;

1. Uppsetning

Grunnuppsetning á Valo innrivefnum í Office 365 er ekkert stórmál en þú gætir þurft smá hjálp. Uppsetning í on-premise SharePoint er aðeins flóknari. En engar áhyggjur, þú ert í góðum höndum.

2. Útlitshönnun

Það vill enginn nota innrivef sem lítur út eins og SharePoint. Innrivefurinn þinn ætti að líta út eins og fyrirtækið þitt. Þannig að útlitið verður að stilla. Punktur.

3. Uppbygging upplýsinga

Mikilvægasta ákvörðunin sem þú þarft að taka þegar þú ert að byggja upp nýja innrivefinn þinn er hvernig á að birta upplýsingar fyrir notendur þannig að þeim finnist þægilegt að meðtaka þær. Samstarfsaðili okkar í þínu landi hjálpar þér að skilgreina hvernig er best að fara um vefinn, hvernig síður byggjast upp, uppsetningu lýsigagna, fréttaflokka og þar fram eftir götum .

4. Flutningur gagna af gömlum innrivef

Að sjálfsögðu ertu með gamlan innrivef með (gömlu) efni. Sumt er enn gagnlegt, þannig að samstarfsaðilar okkar aðstoða þig við flutning (nauðsynlegra) gagna á nýja innrivefinn.

5. Sérhönnun og samþætting

Er eitthvað sem þig vantar? Valo innrivefurinn býður upp á margs konar viðbótarmöguleika til að mæta þínum þörfum.

6. Skipulagning og þjálfun

Ekki gleyma að segja starfsfólkinu frá því að þið séuð komin með nýjan innrivef!

7. Þjálfun

Kerfisstjórar og efnisframleiðendur þurfa að vita hvað þeir eiga að gera við nýja innrivefinn. Þar kemur þjálfunin inn.

8. Stuðningur og frekari þróun

Samstarfsaðilinn okkar aðstoðar þig við rekstur eftir þörfum og áframhaldandi þróun innrivefsins.

Bókaðu ókeypis sýnikennslu!

Viltu gera líf þitt auðveldara og vinnuna skilvirkari. Já! Það væri okkar ánægja að skipuleggja ókeypis sýnikennslu með þér. Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Við geymum upplýsingar þínar öruggar. Lestu meira af persónuverndarstefnu okkar.

Bóka sýnikennslu